10-11

About Us

Fljótlegt og þægilegt

Verslanir 10-11 eru þægilegar og vinalegar með langan opnunartíma.   Vinalegt starfsfólk tekur vel á móti þér og afgreiðir þig á fljótlegan og þægilegan máta.  Í 10-11 verslunum finnurðu gott úrval nauðsynjavara fyrir heimilið, tilbúna rétti og matarlausnir fyrir fólk á ferðinni, þar er einnig gott úrval af heilsu- og hollustuvörum.   Við bökum á staðnum fyrir þig og bjóðum þér upp á frábært kaffi.   Segja má að 10-11 sé nútíma hverfisverslun með öllum helstu þægindum.

Hjá okkar verslarðu í þægilegu umhverfi, þegar þér hentar, í verslun þar sem lagt er upp úr hreinlæti, snyrtimennsku, kurteisi og hraðri afgreiðslu – við afgreiðum þig hratt og vel.

30 verslanir um allt land

Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. rekur 31 versl un undir vörumerki 10-11 og eina Inspired by Iceland verslun.  Verslanirnar eru í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Akranesi og Akureyri – og flestar þeirra eru opnar allan sólahringinn.  Í Lágmúla og Austurstræti er að auki Ginger-eldhús sem eldar ferskan hollustumat á staðnum.

10-11 við Skeljungsstöð var

Tólf verslana okkar eru við eldsneytisstöðvar Skeljungs og Orkunnar en í september 2014 gengum við til samstarfs við Skeljung um að bjóða þægindaverslun 10-11 við flestar eldsneytisstöðvar Skeljungs.  Þar geta viðskiptavinir okkar því bæði fengið eldsneyti á bílinn sem og næringu fyrir sig.

Brautin rudd – en hvergi nærri hætt

10-11 ruddi brautina í lengri opnunartíma og innleiddi ýmsar nýjungar til þæginda fyrir ykkur, viðskiptavinina.  Við erum staðráðin í að bæta okkur stöðugt sem fyrsti valkostur þeirra sem vilja þægilega og fljótlega verslun þar sem gæði og ferskleiki skiptir öllu.

20 þúsund daglega

Árlega versla um 7 milljónir viðskiptavina hjá okkur eða um það bil 20 þúsund á hverju degi – og við erum ákaflega stolt og þakklát fyrir þennan mikla fjölda fólks sem sýnir með endurteknum komum sínum að það kunna að meta það sem við gerum.

Kíktu til okkar í 10-11.

Þæginda-kveðjur,
Árni Pétur Jónsson 

Leave a Reply