10-11

Um fyrirtækið

Fljótlegt og þægilegt

Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar upplifi þægindi og vinalegt viðmót í verslunum 10-11. Starfsfólk okkar tekur alltaf vel á móti þér og afgreiðir þig fljótt og örugglega. Í verslununum finnurðu gott úrval nauðsynjavara fyrir heimilið, tilbúna rétti og eins er í hillunum mikið úrval heilsu- og hollustuvara. Í raun má segja að 10-11 séu nútíma hverfisverslanir með öllum helstu þægindum og það sem meira er, þú getur verslað hjá okkur þegar þér hentar á öllum tímum sólarhringsins.

 

22 verslanir um allt land

Basko verslanir ehf. reka 5 verslanir undir vörumerki 10-11. Verslanirnar eru í Reykjavík, og Leifsstöð, flestar þeirra opnar allan sólarhringinn.

Basko verslanir ehf. rekur einnig 13 verslanir undir vörumerkinu Kvikk on the go,  eina Inspired by Iceland verslun, eina undir merkinu Kvosin og veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.

 

Brautin rudd

10-11 ruddi brautina þegar kemur að lengri opnunartíma matvöruverslana og innleiddi ýmsar nýjungar er varða verslun í íslenskt samfélag. Starfsfólk okkar er staðráðið í að vera stöðugt á tánum til að bæta verslanir 10-11 enn frekar, bjóða upp á gæðavörur og veita viðskiptavinum okkar fljótlega og góða þjónustu í þægilegu andrúmslofti.

 

 

Verið velkomin í  10-11.

Með kveðju,
Sigurður Karlsson

Skildu eftir svar