10-11

Um fyrirtækið

Fljótlegt og þægilegt

Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar upplifi þægindi og vinalegt viðmót í verslunum 10-11. Starfsfólk okkar tekur alltaf vel á móti þér og afgreiðir þig fljótt og örugglega. Í verslununum finnurðu gott úrval nauðsynjavara fyrir heimilið, tilbúna rétti og eins er í hillunum mikið úrval heilsu- og hollustuvara. Í raun má segja að 10-11 séu nútíma hverfisverslanir með öllum helstu þægindum og það sem meira er, þú getur verslað hjá okkur þegar þér hentar á öllum tímum sólarhringsins.

 

28 verslanir um allt land

Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. rekur 24 verslanir undir vörumerki 10-11. Verslanirnar eru í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akranesi og eru flestar þeirra opnar allan sólarhringinn. Í verslununum í Lágmúla og Austurstræti má einnig finna veitingastaðinn Ginger en þar geturðu gripið með þér hollan og góðan skyndibita.

Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. á einnig  eina Inspired by Iceland verslun, eina undir merkinu Kvosin og veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.

 

10-11 við Orkustöðvar

Í september 2014 gengum við frá samstarfssamningi við Skeljung um að opna 10-11 verslanir við flestar eldsneytisstöðvar olíufélagsins. Í dag eru þær verslanir 12 talsins og geta viðskiptavinir okkar því látið dæla bensíni á bílinn og gripið með næringu fyrir sig í leiðinni.

 

Brautin rudd

10-11 ruddi brautina þegar kemur að lengri opnunartíma matvöruverslana og innleiddi ýmsar nýjungar er varða verslun í íslenskt samfélag. Starfsfólk okkar er staðráðið í að vera stöðugt á tánum til að bæta verslanir 10-11 enn frekar, bjóða upp á gæðavörur og veita viðskiptavinum okkar fljótlega og góða þjónustu í þægilegu andrúmslofti.

 

20 þúsund daglega

Árlega versla um 7 milljónir viðskiptavina hjá okkur eða um það bil 20 þúsund manns á hverjum einasta degi. Við erum ákaflega stolt af þessum árangri og þakklát fyrir að viðskiptavinir okkar sýna með endurteknum komum sínum í verslanir 10-11 að þeir kunna að meta það sem við höfum fram að færa.

Verið velkomin í  10-11.

Með kveðju,
Sigurður Karlsson

Leave a Reply